Framtíðar- og sumarstörf í boði hjá Lagardére Travel Retail


VILT ÞÚ VINNA Í ALÞJÓÐLEGU UMHVERFI?

 

Lagardère Travel Retail ehf. er íslenskt fyrirtæki sem sér um rekstur veitingastaða, kaffihúss, bars og sælkeraverslunar í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu
starfsumhverfi.

 

Við leitum að hæfileikaríku fólki í krefjandi og fjölbreytt þjónustustörf á einum
besta flugvelli heims.

OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR Í HIN ÝMSU STÖRF:

 • Bar - og kaffibarþjónastörf
 • Aðstoð í eldhúsi 
 • Þjónustu - og afgreiðslustörf af ýmsu tagi
 • Lagerstörf 

Hæfniskröfur: 

 • Jákvætt viðmót 
 • Rík þjónustulund 
 • Kunnátta og reynsla af þjónustustörfum ákjósanleg
 • Stundvísi 
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Sveiganleiki
 • Heiðarleiki
 • Snyrtimennska
 • Góð enskukunnátta
 • Hreint sakavottorð

 

Við leitum að jákvæðum og liprum einstaklingum sem hafa gaman af þjónustustörfum í fullt starf sem og hlustörf. 

Við upphaf ráðningar hjá Lagardére Travel Retail ehf. er lögð rík áhersla á að starfsmenn fái góða þjálfun, bæði almenna og sértæka. Hversu víðtæk þjálfunin er fer allt eftir þeim deildum/þeirri deild sem starfsmaðurinn er ráðinn inn á.

Umsóknum er ekki svarað sérstaklega, einungis verður haft samband við umsækjendur ef starf losnar sem gæti hentað þeim og viðkomanda boðið að koma og kynna sig í viðtali. Umsóknirnar gilda í 3 mánuði. Hafir þú enn áhuga á starfi hjá fyrirtækinu eftir þann tíma, bendum við þér á að endurnýja umsóknina.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Nánari upplýsingar veitir Hjördís Rós Egilsdóttir hjordis@ltr.is

Umsóknarfrestur til og með 1. maí 2017